Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:05 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31