Seinni bylgjan: Dóri mátti alveg vera brjálaður Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. mars 2018 10:30 Halldór Jóhann hafði mikið að segja eftir leikinn í gær vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira