Seinni bylgjan: Dóri mátti alveg vera brjálaður Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. mars 2018 10:30 Halldór Jóhann hafði mikið að segja eftir leikinn í gær vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira