Slysi afstýrt Hörður Ægisson skrifar 2. mars 2018 09:00 Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun