Byssuvinir skjóta á Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:53 Frá fundi forsetans með fulltrúum beggja flokkanna á þingi þar sem rætt var um breytingar á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Vísir/Getty Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“ Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“
Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14