Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 08:00 Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 VÍSIR/VILHELM „Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira