„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 16:43 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Mynd/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06