Forsætisráðherra segir Landsbankann ekki verða seldan í bráð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 15:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi mögulega sölu Landsbankans á þingfundi í dag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira