Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík haldin í fimmta sinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. mars 2018 07:00 Börnunum leiðist ekki á Barnakvikmyndhátíð í Reykjavík. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst þann 5. apríl næstkomandi og verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Eins og venjulega verður haldin glæsileg opnunarhátíð þar sem verður mikið um dýrðir – Villi vísindamaður og fleiri góðir gestir sjá um að halda uppi stuðinu þar. Opnunarmynd hátíðarinnar í þetta sinn er norska barnamyndin Doktor Proktor og tímabaðkarið. Myndin er byggð á barnabók eftir Jo Nesbø. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður þó ekki bara bíó – boðið verður upp á námskeið fyrir krakka, algjörlega ókeypis. Um er að ræða í fyrsta lagi námskeið í sketsaskrifum fyrir 13 til 15 ára krakka en það er Dóra Jóhannsdóttir leikkona, leikstjóri og handritshöfundur sem mun kenna. Þar verður farið yfir grundvallaratriði í sketsaskrifum auk þess að horfa á sketsa og fleira. Námskeiðið fer fram laugardaginn 7. apríl klukkan 13 í Bíói Paradís. Í öðru lagi er það leiklistarnámskeið kennt af Ólafi S. K. Þorvaldz, leikara og leiklistarkennara. Námskeiðið fer fram í Bíói Paradís laugardaginn 14. apríl klukkan 12. Á bæði námskeið þarf að skrá sig á netfanginu marta@bioparadis.is og er skráning hafin. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst þann 5. apríl næstkomandi og verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Eins og venjulega verður haldin glæsileg opnunarhátíð þar sem verður mikið um dýrðir – Villi vísindamaður og fleiri góðir gestir sjá um að halda uppi stuðinu þar. Opnunarmynd hátíðarinnar í þetta sinn er norska barnamyndin Doktor Proktor og tímabaðkarið. Myndin er byggð á barnabók eftir Jo Nesbø. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður þó ekki bara bíó – boðið verður upp á námskeið fyrir krakka, algjörlega ókeypis. Um er að ræða í fyrsta lagi námskeið í sketsaskrifum fyrir 13 til 15 ára krakka en það er Dóra Jóhannsdóttir leikkona, leikstjóri og handritshöfundur sem mun kenna. Þar verður farið yfir grundvallaratriði í sketsaskrifum auk þess að horfa á sketsa og fleira. Námskeiðið fer fram laugardaginn 7. apríl klukkan 13 í Bíói Paradís. Í öðru lagi er það leiklistarnámskeið kennt af Ólafi S. K. Þorvaldz, leikara og leiklistarkennara. Námskeiðið fer fram í Bíói Paradís laugardaginn 14. apríl klukkan 12. Á bæði námskeið þarf að skrá sig á netfanginu marta@bioparadis.is og er skráning hafin.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira