Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 06:00 Guðni Bergsson Hilmar Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46