Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu vantraust á dómsmálaráðherra á dögunum. Samskiptin eru erfið innan VG. Vísir/ANton Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð." Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð."
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15
Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36