Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. mars 2018 17:30 Werdum stóð á stól til að vera hærri en Volkov í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00