Friða flugskýlisgrind frá hernámsárunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Stálburðarvirki Flugkýlis 1 er jafnvel talið geta verið einstakt á heimsvísu að mati Minjastofnunar Íslands. Vísir/Eyþór „Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira