Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 08:30 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í umfangsmiklu spillingarmáli. Nordicphotos/AFP Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira