Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09