Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Sveinn Arnarsson skrifar 16. mars 2018 07:00 Samskipti innan þingflokks Vinstri grænna eru stirð og fram undan er uppgjör milli þingmanna. Vísir/ernir Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11