Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:30 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir stöðuna stál í stál í kjaradeilu félagsins við ríkið. Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. „Þetta er bara stál í stál hjá okkur,“ segir Áslaug í samtali við Vísi aðspurð um stöðuna í viðræðunum en deilan er á borði ríkissáttasemjara. Þrír fundir hafa verið haldnir í deilunni, sá síðasti var á miðvikudaginn í liðinni og sá næsti hefur verið boðaður næsta miðvikudag. Áslaug segir ljósmæður og samninganefndina einfaldlega ekki sammála um hvað þurfi að koma til svo leysa megi deiluna. Hún segir Ljósmæðrafélagið leggja megináherslu á það að ljósmæður lækki ekki launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag.Vilja ekki lækka í launum eftir að hafa bætt við sig í námi „Staðreyndin er að launaþróun ljósmæðra hefur dregist aftur úr síðustu ár, það er ekki að segja ekki miðlægt heldur á stofnunum. Hluti af kjörum ljósmæðra eru stofnanasamningar. Þar hefur okkur ekki gengið vel og þar höfum við dregist aftur. Nú er svo komið að mjög margar ljósmæður lækka í launum og það sjá það allir að þetta er alveg út í hött að lækka í launum við tveggja ára viðbótarnám. Við erum að leggja áherslu á að það gerist ekki og er svona meginmál okkar núna. Þetta er grundvallaratriði sem mér finnst að ætti að vera borðleggjandi,“ segir Áslaug. Hún segir samninganefnd ríkisins bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum en Áslaug segir launaþróun ljósmæðra hafa verið slakari en annarra félaga í BHM. „Við erum ekki að biðja um meiri hækkanir miðlægt heldur en BHM fékk. Við erum að biðja um aðstoð á stofnunum þannig að við getum landað þar stofnanasamningum og grunnraðað á rétta staði þannig að þær lækki ekki í launum við útskrift,“ segir Áslaug. „Stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur“ Fjölmennur félagsfundur var hjá ljósmæðrum í gærkvöldi þar sem Áslaug fór yfir stöðuna í viðræðunum. „Við vorum að velta upp hvaða möguleikar eru í stöðunni, hvað við getum gert, en ég var líka fyrst og fremst að spyrja ljósmæður hvort þær sætta sig við þetta eða ekki og það var einróma samþykkt að það væri alls ekki ásættanlegt og kæmi ekki til greina.“ Áslaug segir að staðan sé sú að ljósmæður vilji alls ekki fara í verkfall á ný. „Við vinnum náttúrulega í verkfalli því við þurfum að viðhalda neyðarmönnun. Það var dregið af öllum ljósmæðrum, hvort sem þær unnu vinnuna eða ekki. Þær unnu á dögum sem ekki voru verkfallsdagar og unnu sannarlega þá vinnu og það var dregið af laununum þeirra. Við unnum það mál í héraðsdómi en við bíðum enn eftir dómi Hæstaréttar og fá laun fyrir unna vinnu. Núna er stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur heldur er verið að velta fyrir sér hvaða aðrar aðgerðir við getum gripið til og vakið athygli á okkar baráttu,“ segir Áslaug. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á vefnum til styrktar kjarabaráttu ljósmæðra og söfnuðust strax um 2000 undirskriftir á einum sólarhring, að sögn Áslaugar. Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir stöðuna stál í stál í kjaradeilu félagsins við ríkið. Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. „Þetta er bara stál í stál hjá okkur,“ segir Áslaug í samtali við Vísi aðspurð um stöðuna í viðræðunum en deilan er á borði ríkissáttasemjara. Þrír fundir hafa verið haldnir í deilunni, sá síðasti var á miðvikudaginn í liðinni og sá næsti hefur verið boðaður næsta miðvikudag. Áslaug segir ljósmæður og samninganefndina einfaldlega ekki sammála um hvað þurfi að koma til svo leysa megi deiluna. Hún segir Ljósmæðrafélagið leggja megináherslu á það að ljósmæður lækki ekki launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag.Vilja ekki lækka í launum eftir að hafa bætt við sig í námi „Staðreyndin er að launaþróun ljósmæðra hefur dregist aftur úr síðustu ár, það er ekki að segja ekki miðlægt heldur á stofnunum. Hluti af kjörum ljósmæðra eru stofnanasamningar. Þar hefur okkur ekki gengið vel og þar höfum við dregist aftur. Nú er svo komið að mjög margar ljósmæður lækka í launum og það sjá það allir að þetta er alveg út í hött að lækka í launum við tveggja ára viðbótarnám. Við erum að leggja áherslu á að það gerist ekki og er svona meginmál okkar núna. Þetta er grundvallaratriði sem mér finnst að ætti að vera borðleggjandi,“ segir Áslaug. Hún segir samninganefnd ríkisins bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum en Áslaug segir launaþróun ljósmæðra hafa verið slakari en annarra félaga í BHM. „Við erum ekki að biðja um meiri hækkanir miðlægt heldur en BHM fékk. Við erum að biðja um aðstoð á stofnunum þannig að við getum landað þar stofnanasamningum og grunnraðað á rétta staði þannig að þær lækki ekki í launum við útskrift,“ segir Áslaug. „Stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur“ Fjölmennur félagsfundur var hjá ljósmæðrum í gærkvöldi þar sem Áslaug fór yfir stöðuna í viðræðunum. „Við vorum að velta upp hvaða möguleikar eru í stöðunni, hvað við getum gert, en ég var líka fyrst og fremst að spyrja ljósmæður hvort þær sætta sig við þetta eða ekki og það var einróma samþykkt að það væri alls ekki ásættanlegt og kæmi ekki til greina.“ Áslaug segir að staðan sé sú að ljósmæður vilji alls ekki fara í verkfall á ný. „Við vinnum náttúrulega í verkfalli því við þurfum að viðhalda neyðarmönnun. Það var dregið af öllum ljósmæðrum, hvort sem þær unnu vinnuna eða ekki. Þær unnu á dögum sem ekki voru verkfallsdagar og unnu sannarlega þá vinnu og það var dregið af laununum þeirra. Við unnum það mál í héraðsdómi en við bíðum enn eftir dómi Hæstaréttar og fá laun fyrir unna vinnu. Núna er stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur heldur er verið að velta fyrir sér hvaða aðrar aðgerðir við getum gripið til og vakið athygli á okkar baráttu,“ segir Áslaug. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á vefnum til styrktar kjarabaráttu ljósmæðra og söfnuðust strax um 2000 undirskriftir á einum sólarhring, að sögn Áslaugar.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45