Arsenal eygir von á einum titli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Leikmenn Arsenal fagna marki Welbeck í kvöld. vísir/getty Arsenal er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 5-1 sigur samanlagt á AC Milan. Í síðari leik liðanna, sem leikinn var á Emirates í kvöld, unnu Arsenal 3-1 sigur. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 og gestirnir frá Ítalíu komust yfir með marki frá Hakan Calhanoglu. Með því marki hleyptu þeir heldur betur spennu í leikinn því með einu marki enn væru þeir komnir með framlengingu, að minnsta kosti. Leikurinn átti þó eftir að snúast. Arsenal fékk gefins vítaspyrnu eftir 39. mínútna leik þegar Danny Welbeck féll í teignum. Snertingin virtist lítil, eða í raun engin, en Jonas Eriksson frá Svíþjóð, eða öllu heldur sprotadómarinn dæmdi víti. Á punktinn steig Welbeck, en hann skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin. Staðan var 1-1 allt þangað til á 71. mínútu þegar Granit Xhaka skoraði eftir skelfileg mistök Gianluigi Donnarumma. Welbeck skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Arsenal skömmu fyrir leikslok. 3-1 sigur Arsenal og þeir eiga enn möguleika á einum titli. Borussia Dortmund er úr leik eftir markalaust jafntefli við Salzburg á útivelli. Dortmund tapaði heimaleiknum 2-1 og er því, eins og áður segir, úr leik. Vonbrigði þar á bæ. CSKA Moskva gerði sér lítið fyrir og henti Lyon úr keppni eftir 1-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum. CSKA komst í 3-1, en Lyon klóraði í bakkann. Það dugði ekki til og CSKA fer áfram, samanlagt 3-3, en á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Þessi lið verða í pottinum á föstudag:Arsenal Salzburg CSKA Moskva Sporting Lazio Marseille Atletico Madrid RB Leipzig Evrópudeild UEFA
Arsenal er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 5-1 sigur samanlagt á AC Milan. Í síðari leik liðanna, sem leikinn var á Emirates í kvöld, unnu Arsenal 3-1 sigur. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 og gestirnir frá Ítalíu komust yfir með marki frá Hakan Calhanoglu. Með því marki hleyptu þeir heldur betur spennu í leikinn því með einu marki enn væru þeir komnir með framlengingu, að minnsta kosti. Leikurinn átti þó eftir að snúast. Arsenal fékk gefins vítaspyrnu eftir 39. mínútna leik þegar Danny Welbeck féll í teignum. Snertingin virtist lítil, eða í raun engin, en Jonas Eriksson frá Svíþjóð, eða öllu heldur sprotadómarinn dæmdi víti. Á punktinn steig Welbeck, en hann skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin. Staðan var 1-1 allt þangað til á 71. mínútu þegar Granit Xhaka skoraði eftir skelfileg mistök Gianluigi Donnarumma. Welbeck skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Arsenal skömmu fyrir leikslok. 3-1 sigur Arsenal og þeir eiga enn möguleika á einum titli. Borussia Dortmund er úr leik eftir markalaust jafntefli við Salzburg á útivelli. Dortmund tapaði heimaleiknum 2-1 og er því, eins og áður segir, úr leik. Vonbrigði þar á bæ. CSKA Moskva gerði sér lítið fyrir og henti Lyon úr keppni eftir 1-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum. CSKA komst í 3-1, en Lyon klóraði í bakkann. Það dugði ekki til og CSKA fer áfram, samanlagt 3-3, en á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Þessi lið verða í pottinum á föstudag:Arsenal Salzburg CSKA Moskva Sporting Lazio Marseille Atletico Madrid RB Leipzig
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti