Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 10:00 Haukakonur enduðu deildarmeistaradrauma Framliðsins í gær. vísir/valgarður Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8) Olís-deild kvenna Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Óbærileg spenna á toppi deildarinnar eftir stórleiki Íslendinganna Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8)
Olís-deild kvenna Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Óbærileg spenna á toppi deildarinnar eftir stórleiki Íslendinganna Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn