Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 37-23 | Eyjakonur völtuðu yfir Stjörnuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Sandra Erlingsdóttir í leik með ÍBV í vetur. vísir/anton ÍBV burstaði Stjörnuna í fyrsta leik 20. umferðar Olís deildar kvenna sem var leikinn í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum jafna Eyjakonur Fram og Val að stigum á toppi deildarinnar. Fyrstu mínúturnar var jafnt með liðunum en það sást mjög snemma að hugarfarið virtist ekki vera til staðar hjá Stjörnukonum. Þær höfðu um lítið nema stoltið að spila í þessum leik, eru í fimmta sæti deildarinnar og verða þar sama hvað gerist í þessari umferð og þeirri síðustu. Allan varnarleik vantaði í lið Stjörnunnar og þar af leiðandi var markvarslan gott sem engin. Heimakonur skoruðu 19 mörk á Stjörnuna í fyrri hálfleik sem segir sitt um varnarleikinn. Markvarslan var nú ekki mikið meiri hinu megin en vörn ÍBV lét Stjörnuna þurfa að hafa fyrir sóknaraðgerðum sínum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði átta mörkum á liðunum, 19-11, og algjöra yfirhalningu á Stjörnuliðinu þurfti til þess að þær ættu að eiga möguleika í seinni hálfleiknum. Það var meira af því sama í boði í seinni hálfleik, leikurinn var ekki mikið fyrir augað þar sem úrslitin voru ráðin. Eyjakonur sigu hægt og rólega enn meira fram úr og fóru að lokum með fjórtán marka sigur, 37-23.Afhverju vann ÍBV? Getumunurinn á liðunum í dag var ótrúlegur. Heimakonur voru betri á öllum sviðum. Þær þurftu alveg rosalega lítið að hafa fyrir hlutnum, sérstaklega sóknarlega. Þær löbbuðu í gegnum Stjörnuvörnina trekk í trekk og varnarleikur þeirra var góður og olli gestunum miklum vandræðum.Hverjir stóðu upp úr? Ester Óskarsdóttir og Karólína Bæhrenz voru iðnar við kolann í markaskoruninni og þá stjórnaði Sandra Erlingsdóttir spilinu vel. Harpa Valey Gylfadóttir átti mjög flotta innkomu í leikinn. Hjá Stjörnunni var Þórey Anna Ásgeirsdóttir sú eina sem var með lífsmarki í fyrri hálfleik. Hún datt aðeins niður í seinni hálfleik en þá steig Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir upp og bar leik Stjörnunnar á herðum sér.Hvað gekk illa? Það gekk ekkert upp hjá gestunum í dag. Varnarleikurinn var eins og áður segir hræðilegur og þar af leiðandi var markvarslan ekki mikil. Þær voru í miklum vandræðum sóknarlega, bæði með að finna opnanir á vörn ÍBV og svo bætti ekki úr skák að sendingarnar í dag voru oft á tíðum hreint vandræðalega lélegar.Hvað gerist næst? Það er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni. Þar fá Stjörnukonur Selfoss í heimsókn á meðan ÍBV mætir Íslands- og nýkrýndum bikarmeisturum Fram.Hrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brinkHrafnhildur: Vildi fá meira frá markvörðunum „Klárlega stærri sigur en ég bjóst við, en mjög þægilegur og frá byrjun nokkuð öruggur,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hún gat rúllað mikið á leikmannahópnum sínum í leiknum, sem gæti reynst mikilvægt fyrir stórleikinn gegn Fram í loka umferðinni. „Við rúlluðum mjög mikið á sama liðinu í bikarleiknum. Eftir á að hyggja þá hefðum við þurft að nýta mannskapinn betur og vorum ákveðin í að gera það í dag. Prófa leikmenn eins og Hörpu Valey og Shadyu. Sandra Dís spilar töluverðan tíma í vörn, leikmenn sem við vildum fá inn.“ Markvarslan var ekki upp á marga fiska í leiknum í dag og vildi Hrafnhildur sjá meira frá markvarðapari sínu. „Ég er með frábært markmannapar og ég hefði viljað sjá meira frá þeim í dag. Mér fannst margir boltar sem áttu ekki að fara inn, fara inn í fyrri hálfleik. Munurinn hefði getað verið meiri í hálfleik og ég hefði viljað fá meira frá þeim.“ Stelpurnar hans Halldórs Harra hafa ekki staðist væntingar í veturvísir/ernirHalldór: Hleypum of einföldum mörkum inn „Við vissum að þetta myndi verða erfitt. Það vantar mikið af leikmönnum í dag og það er erfitt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjáflari Stjörnunnar. „Við hleypum allt of einföldum mörkum í gegn og við virkuðum ekki tilbúnar. Það að fá á sig 18 mörk í hvorum hálfleik, það er dauðadæmt.“ Stjarnan á einn leik eftir á tímabilinu, leik gegn Selfossi í loka umferðinni. „Við fáum nokkra leikmenn inn svo það verður gott að fá meiri breidd inn, en það verður bara hörku leikur á laugardaginn og gott að klára þetta með sæmd,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson. Olís-deild kvenna
ÍBV burstaði Stjörnuna í fyrsta leik 20. umferðar Olís deildar kvenna sem var leikinn í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum jafna Eyjakonur Fram og Val að stigum á toppi deildarinnar. Fyrstu mínúturnar var jafnt með liðunum en það sást mjög snemma að hugarfarið virtist ekki vera til staðar hjá Stjörnukonum. Þær höfðu um lítið nema stoltið að spila í þessum leik, eru í fimmta sæti deildarinnar og verða þar sama hvað gerist í þessari umferð og þeirri síðustu. Allan varnarleik vantaði í lið Stjörnunnar og þar af leiðandi var markvarslan gott sem engin. Heimakonur skoruðu 19 mörk á Stjörnuna í fyrri hálfleik sem segir sitt um varnarleikinn. Markvarslan var nú ekki mikið meiri hinu megin en vörn ÍBV lét Stjörnuna þurfa að hafa fyrir sóknaraðgerðum sínum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði átta mörkum á liðunum, 19-11, og algjöra yfirhalningu á Stjörnuliðinu þurfti til þess að þær ættu að eiga möguleika í seinni hálfleiknum. Það var meira af því sama í boði í seinni hálfleik, leikurinn var ekki mikið fyrir augað þar sem úrslitin voru ráðin. Eyjakonur sigu hægt og rólega enn meira fram úr og fóru að lokum með fjórtán marka sigur, 37-23.Afhverju vann ÍBV? Getumunurinn á liðunum í dag var ótrúlegur. Heimakonur voru betri á öllum sviðum. Þær þurftu alveg rosalega lítið að hafa fyrir hlutnum, sérstaklega sóknarlega. Þær löbbuðu í gegnum Stjörnuvörnina trekk í trekk og varnarleikur þeirra var góður og olli gestunum miklum vandræðum.Hverjir stóðu upp úr? Ester Óskarsdóttir og Karólína Bæhrenz voru iðnar við kolann í markaskoruninni og þá stjórnaði Sandra Erlingsdóttir spilinu vel. Harpa Valey Gylfadóttir átti mjög flotta innkomu í leikinn. Hjá Stjörnunni var Þórey Anna Ásgeirsdóttir sú eina sem var með lífsmarki í fyrri hálfleik. Hún datt aðeins niður í seinni hálfleik en þá steig Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir upp og bar leik Stjörnunnar á herðum sér.Hvað gekk illa? Það gekk ekkert upp hjá gestunum í dag. Varnarleikurinn var eins og áður segir hræðilegur og þar af leiðandi var markvarslan ekki mikil. Þær voru í miklum vandræðum sóknarlega, bæði með að finna opnanir á vörn ÍBV og svo bætti ekki úr skák að sendingarnar í dag voru oft á tíðum hreint vandræðalega lélegar.Hvað gerist næst? Það er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni. Þar fá Stjörnukonur Selfoss í heimsókn á meðan ÍBV mætir Íslands- og nýkrýndum bikarmeisturum Fram.Hrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brinkHrafnhildur: Vildi fá meira frá markvörðunum „Klárlega stærri sigur en ég bjóst við, en mjög þægilegur og frá byrjun nokkuð öruggur,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hún gat rúllað mikið á leikmannahópnum sínum í leiknum, sem gæti reynst mikilvægt fyrir stórleikinn gegn Fram í loka umferðinni. „Við rúlluðum mjög mikið á sama liðinu í bikarleiknum. Eftir á að hyggja þá hefðum við þurft að nýta mannskapinn betur og vorum ákveðin í að gera það í dag. Prófa leikmenn eins og Hörpu Valey og Shadyu. Sandra Dís spilar töluverðan tíma í vörn, leikmenn sem við vildum fá inn.“ Markvarslan var ekki upp á marga fiska í leiknum í dag og vildi Hrafnhildur sjá meira frá markvarðapari sínu. „Ég er með frábært markmannapar og ég hefði viljað sjá meira frá þeim í dag. Mér fannst margir boltar sem áttu ekki að fara inn, fara inn í fyrri hálfleik. Munurinn hefði getað verið meiri í hálfleik og ég hefði viljað fá meira frá þeim.“ Stelpurnar hans Halldórs Harra hafa ekki staðist væntingar í veturvísir/ernirHalldór: Hleypum of einföldum mörkum inn „Við vissum að þetta myndi verða erfitt. Það vantar mikið af leikmönnum í dag og það er erfitt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjáflari Stjörnunnar. „Við hleypum allt of einföldum mörkum í gegn og við virkuðum ekki tilbúnar. Það að fá á sig 18 mörk í hvorum hálfleik, það er dauðadæmt.“ Stjarnan á einn leik eftir á tímabilinu, leik gegn Selfossi í loka umferðinni. „Við fáum nokkra leikmenn inn svo það verður gott að fá meiri breidd inn, en það verður bara hörku leikur á laugardaginn og gott að klára þetta með sæmd,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti