Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 23:30 Landeros stefnir á sín þriðju gullverðlaun á Paralympics. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira