Stephen Hawking látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 04:58 Á heimili hans nærri Cambridge-háskóla vann Stephen Hawking að mörgum að byltingarkenndustu rannsóknum sínum um eðli svarthola. Vísir/AP Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið. Andlát Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið.
Andlát Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira