Nýsköpunarlífeyrir Konráð S. Guðjónsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun