Handbolti

Sabate að taka við Egyptum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er búið að tríta Sabate eins og kóng í Kaíró.
Það er búið að tríta Sabate eins og kóng í Kaíró. facebook
Fyrrum þjálfari Arons Pálmarssonar hjá Veszprém, Xavi Sabate, er væntanlega að taka við landsliði Egyptalands.

Sabate hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með Veszprém og ungverska landsliðið síðasta sumar. Svíinn Ljubomir Vranjes tók bæði störfin af honum.

Sabate flutti þá til Berlínar þar sem hann hefur verið að fylgjast með og skoða sín framtíðarplön.

Þjálfarinn hefur verið í Kaíró síðustu daga í viðræðum við Egyptana og er talið líklegt að hann skrifi undir mjög fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×