Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM „Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00