Vorhreinsun Eyþór Arnalds skrifar 13. mars 2018 07:00 Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun