Bitlaus sjúkratrygging Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Viðþolslaus af kvölum hefur hún reynt nokkur húsráð til að lina verkinn en ekkert slær á tannpínuna. Hún er vel gefin og hörkudugleg. Alla sína tíð unnið fyrir sínu og lagt sig fram við að vera góður samfélagsþegn. Greitt sína skatta. Hún er einstæð þriggja barna móðir. Hún getur ekki leyft sér margt utan lífsins nauðsynjar og nú kvelst hún heima því hún á ekki aur fyrir tannlæknakostnaði. Þetta er sönn saga. Ef hún hefði verið viðþolslaus af verkjum annars staðar í líkamanum hefði hún getað leitað til læknis í von um bata. En af því að verkurinn er í munnholinu þá er lítil von um bata á meðan veskið er tómt. Af hverju er tannlæknaþjónusta ekki sjúkratryggð líkt og önnur heilbrigðisþjónusta? Ef þú ert með verk í tönn þarftu að greiða allan lækniskostnaðinn sjálf en ef þú færð verk annars staðar í líkamann ertu sjúkratryggð. Ef þú brýtur tönn þá ertu ekki sjúkratryggður en ef þú brýtur bein annars staðar í líkamanum ertu það. Hvers vegna er það? Tannheilsa er nátengd almennri heilsu. Ef tannheilsa er slæm geta munnuholsbakteríur sýkt aðra staði í líkamanum ef ónæmiskerfið er bælt og valdið hjartaþelsbólgu svo dæmi sé tekið. Auk þess getur ýmislegt gert tennur útsettari fyrir sjúkdómum, t.d. lyf. Ef aukaverkun af lyfjameðferð kemur fram í maga, t.d. magasár eftir ibufen, þá ertu sjúkratryggð. Ef aukaverkun kemur fram í munnholi, t.d. tann- og tannholdssjúkdómar eftir krabbameinslyfjameðferð, þá er sjúkratryggingin bitlaus. Tannheilsa er órjúfanleg heild almennrar heilsu og stór hluti af velferð okkar. Er ekki eðlilegt að geta gengið að því vísu að geta leitað læknis til að lina kvalir í tönnum líkt og annars staðar í líkamanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Viðþolslaus af kvölum hefur hún reynt nokkur húsráð til að lina verkinn en ekkert slær á tannpínuna. Hún er vel gefin og hörkudugleg. Alla sína tíð unnið fyrir sínu og lagt sig fram við að vera góður samfélagsþegn. Greitt sína skatta. Hún er einstæð þriggja barna móðir. Hún getur ekki leyft sér margt utan lífsins nauðsynjar og nú kvelst hún heima því hún á ekki aur fyrir tannlæknakostnaði. Þetta er sönn saga. Ef hún hefði verið viðþolslaus af verkjum annars staðar í líkamanum hefði hún getað leitað til læknis í von um bata. En af því að verkurinn er í munnholinu þá er lítil von um bata á meðan veskið er tómt. Af hverju er tannlæknaþjónusta ekki sjúkratryggð líkt og önnur heilbrigðisþjónusta? Ef þú ert með verk í tönn þarftu að greiða allan lækniskostnaðinn sjálf en ef þú færð verk annars staðar í líkamann ertu sjúkratryggð. Ef þú brýtur tönn þá ertu ekki sjúkratryggður en ef þú brýtur bein annars staðar í líkamanum ertu það. Hvers vegna er það? Tannheilsa er nátengd almennri heilsu. Ef tannheilsa er slæm geta munnuholsbakteríur sýkt aðra staði í líkamanum ef ónæmiskerfið er bælt og valdið hjartaþelsbólgu svo dæmi sé tekið. Auk þess getur ýmislegt gert tennur útsettari fyrir sjúkdómum, t.d. lyf. Ef aukaverkun af lyfjameðferð kemur fram í maga, t.d. magasár eftir ibufen, þá ertu sjúkratryggð. Ef aukaverkun kemur fram í munnholi, t.d. tann- og tannholdssjúkdómar eftir krabbameinslyfjameðferð, þá er sjúkratryggingin bitlaus. Tannheilsa er órjúfanleg heild almennrar heilsu og stór hluti af velferð okkar. Er ekki eðlilegt að geta gengið að því vísu að geta leitað læknis til að lina kvalir í tönnum líkt og annars staðar í líkamanum?
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun