Einkarekstur og útvistun Jón Sigurðsson skrifar 12. mars 2018 11:00 Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar