Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2018 09:00 Trump og Kim hafa undanfarið kallað hvor annan eldflaugamanninn og elliæran geðsjúkling Vísir/AFP Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira