Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. mars 2018 09:00 Vinkonurnar María Arnardóttir, Kamilla Gunnarsdóttir, Eva María Smáradóttir, Teresa María Era og Birgitta Eysteinsdóttir. Vísir/Stefán „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
„Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira