„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 16:00 Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir erfitt að ábyrgð ljósmæðra sé ekki metin til launa. Aðsent „Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent