Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 08:29 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20