Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 20:00 „Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
„Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira