VÍS hefur selt fyrir um 200 milljónir í Kviku Hörður Ægisson skrifar 28. mars 2018 08:33 Hlutur VÍS í Kviku í dag er metinn á um 3,3 milljarða. VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn. VÍS er hins vegar eftir sem áður langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kviku með 21,89 pró senta hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem tryggingafélagið selur í Kviku frá því að VÍS kom fyrst inn í eigendahóp bankans í janúar 2017 þegar félagið keypti tæplega 22 prósenta hlut fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignarhlutur VÍS um rúmlega þrjú pró sent þegar félagið keypti hlut ESÍ í bankanum. Hlutabréfaverð Kviku hefur hækkað um liðlega fimmtíu prósent frá því að VÍS keypti sinn hlut á genginu 5,4 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær nam gengi bréfa bankans 8,25 krónur á hlut og er markaðsvirði eignarhlutar VÍS í bankanum í dag um 3,3 milljarðar króna. Annar stór hluthafi í Kviku sem hefur verið að selja bréf sín frá því að bankinn fór á markað er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, en það hefur selt rúmlega eins prósents hlut og á núna 3,55 prósent. Hið sama á við um félagið Mízar, sem er í eigu Guðmundar Jónssonar, en það fer með 5,05 pró sent í Kviku eftir að selt um 1,1 pró sents hlut í bankanum. Á meðal þeirra sem hafa verið að kaupa bréf í Kviku er Arion banki, fyrir hönd viðskiptavina, en bankinn heldur núna á um 2,13 prósenta hlut. Ekki er vitað hvaða fjárfestir stendur á bak við þann hlut. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn. 19. febrúar 2018 09:34 Kvika banki skráður á markað á föstudag Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn. VÍS er hins vegar eftir sem áður langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kviku með 21,89 pró senta hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem tryggingafélagið selur í Kviku frá því að VÍS kom fyrst inn í eigendahóp bankans í janúar 2017 þegar félagið keypti tæplega 22 prósenta hlut fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignarhlutur VÍS um rúmlega þrjú pró sent þegar félagið keypti hlut ESÍ í bankanum. Hlutabréfaverð Kviku hefur hækkað um liðlega fimmtíu prósent frá því að VÍS keypti sinn hlut á genginu 5,4 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær nam gengi bréfa bankans 8,25 krónur á hlut og er markaðsvirði eignarhlutar VÍS í bankanum í dag um 3,3 milljarðar króna. Annar stór hluthafi í Kviku sem hefur verið að selja bréf sín frá því að bankinn fór á markað er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, en það hefur selt rúmlega eins prósents hlut og á núna 3,55 prósent. Hið sama á við um félagið Mízar, sem er í eigu Guðmundar Jónssonar, en það fer með 5,05 pró sent í Kviku eftir að selt um 1,1 pró sents hlut í bankanum. Á meðal þeirra sem hafa verið að kaupa bréf í Kviku er Arion banki, fyrir hönd viðskiptavina, en bankinn heldur núna á um 2,13 prósenta hlut. Ekki er vitað hvaða fjárfestir stendur á bak við þann hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn. 19. febrúar 2018 09:34 Kvika banki skráður á markað á föstudag Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00
VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn. 19. febrúar 2018 09:34
Kvika banki skráður á markað á föstudag Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. 14. mars 2018 06:00