Maurar skriðu út úr farangurshólfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 07:36 Farþegar þurftu að skilja allan farangur eftir í vélinni. VÍSIR/STEINGRÍMUR Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira