Val endurspeglar sjálfsmynd Sigurður Hannesson skrifar 28. mars 2018 07:00 Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun