Hver ætlar að eyða umönnunarbilinu? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:15 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun