Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins og er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Stöð 2 „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego. Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
„Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego.
Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06
Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30