Leita leiða til að hægja á hjólreiðafólki úti á Nesi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 14:30 Hugmyndir uppi um að setja hjámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi. Vísir/Hanna Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira