Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 20:30 Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Strákarnir völdu lið ársins og þjálfara ársins ásamt því að útnefna varnarmann ársins. Þá tilnefningu fékk Valsmaðurinn Alexander Örn Júlíusson. Alexander var meðal annars með 116 löglegar stöðvanir í vetur, Valur var með þriðju bestu tölfræðina yfir löglegar stöðvanir sem lið og þá setti hann 32 mörk. „Ég var ekki með 116 löglegar stöðvanir á ferlinum,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hann var kannski ekki augljósasta valið en hann er búinn að vera mjög stabíll síðustu tvö, þrjú ár og sýndi það heldur betur að hann geti spilað þrist vel.“ Alexander var mættur í settið til strákanna og fór yfir tímabilið. Stefán Árni Pálsson hafði orð á því í viðtalinu að Alexander væri með orðspor á sér sem einn grófasti leikmaður deildarinnar og fólk væri fljótt upp þegar hann ætti í hlut. „Ég hugsa að ég hafi komið þessu óorði á mig sjálfur að einhverju leiti, fyrstu árin í deildinni. En ég vil meina að þetta sé misskilningur, ég er oft rangur maður á röngum stað,“ sagði Alexander sem var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta skipti á dögunum. „Vonandi fer umræðan núna meira út í það að ég sé góður en ekki grófur.“ Alexander er sonur Júlíusar Jónassonar, sem á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland. Hann sagði þá feðga þó ekki eyða of mörgum kvöldum í kennslustundir í handbolta. „Það er þegjandi samkomulag okkar á milli að hann sé fyrst og fremst pabbi minn. En ég leita mikið til hans,“ sagði Alexander Örn Júlíusson. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Strákarnir völdu lið ársins og þjálfara ársins ásamt því að útnefna varnarmann ársins. Þá tilnefningu fékk Valsmaðurinn Alexander Örn Júlíusson. Alexander var meðal annars með 116 löglegar stöðvanir í vetur, Valur var með þriðju bestu tölfræðina yfir löglegar stöðvanir sem lið og þá setti hann 32 mörk. „Ég var ekki með 116 löglegar stöðvanir á ferlinum,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hann var kannski ekki augljósasta valið en hann er búinn að vera mjög stabíll síðustu tvö, þrjú ár og sýndi það heldur betur að hann geti spilað þrist vel.“ Alexander var mættur í settið til strákanna og fór yfir tímabilið. Stefán Árni Pálsson hafði orð á því í viðtalinu að Alexander væri með orðspor á sér sem einn grófasti leikmaður deildarinnar og fólk væri fljótt upp þegar hann ætti í hlut. „Ég hugsa að ég hafi komið þessu óorði á mig sjálfur að einhverju leiti, fyrstu árin í deildinni. En ég vil meina að þetta sé misskilningur, ég er oft rangur maður á röngum stað,“ sagði Alexander sem var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta skipti á dögunum. „Vonandi fer umræðan núna meira út í það að ég sé góður en ekki grófur.“ Alexander er sonur Júlíusar Jónassonar, sem á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland. Hann sagði þá feðga þó ekki eyða of mörgum kvöldum í kennslustundir í handbolta. „Það er þegjandi samkomulag okkar á milli að hann sé fyrst og fremst pabbi minn. En ég leita mikið til hans,“ sagði Alexander Örn Júlíusson. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00