Vettel vann fyrstu keppni ársins Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 09:00 Sebastian Vettel fagnar. vísir/getty Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“ Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“
Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00