Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 13:28 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum. Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira