Flest páskaeggin einni krónu ódýrari í Bónus en Krónunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 12:20 Engin af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði voru til í Costco. Vísir/Stefán Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum þann 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á verði páskaeggja milli Krónunnar og Bónus, en í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði milli þessara verslana. Þegar litið er til matvöru sem gjarnan er á borðum landsmanna á páskum þá reyndist mikill verðmunur vera á kjöti milli verslana en allt að 127 prósenta munur var á frosnum kjúklingabringum, 84 prósenta munur á frosnu lambalæri og 52 prósenta munur á fersku lambafille. Mikill verðmunur var einnig á ýmsum öðrum vörum í könnuninni eins og ís, grænmeti, brauði og drykkjarvörum.Verðmerkingum ábótavant Mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju en allt að 57% verðmunur eða 1.240 kr. munur reyndist á Freyju Ríseggi með saltkaramellubragði nr. 9, Freyju Ríseggi nr. 9, Freyju draumaeggi nr. 9 og Freyju draumaeggi með lakkrís nr. 9. Í öllum þessum tilfellum voru páskaeggin ódýrust í Bónus á 2.129 kr. en dýrust í Hagkaup á 3.399 kr. Ódýrustu páskaeggin var oftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var með dýrustu páskaeggin í 19 tilfellum. Í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði eggjanna í Bónus og Krónunni. Verðmerkingum var talsvert ábótavant í Hagkaup en í 8 tilfellum voru páskaegg þar óverðmerkt. Ekkert af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlitið kannaði verð á var fáanlegt í verslun Víðis í Skeifunni og í Costco. Í meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um mikinn verðmun á páskaeggjum milli verslana.Samanburður á verði páskaeggja.Allt að 127% verðmunur á kjöti Mikill verðmunur var á kjöti í könnuninni en 127 % munur var á frosnum kjúklingabringum, lægsta verðið mátti finna í Hagkaupum, 1.189 kr. kg en það hæsta í Víði, 2.698 kr./kg. Þá var mikill verðmunur á fersku lambafille eða allt að 52%. kg. Þrjár verslanir voru með sama og lægsta verðið á lambafille, 4.998 kr. kg. en það voru verslanirnar Kjörbúðin, Nettó og Bónus en hæsta verðið mátti finna í Víði, 6.850 kr./kg. Töluverður verðmunur var einnig á frosnu lambalæri eða allt að 84% sem gera 751 kr., lægst var verðið í Víði, 898 kr./kg en hæst í Hagkaup 1.649 kr./kg.Hægt að spara sér töluverðar upphæðir við innkaup á mat fyrir hátíðarnar Mikinn verðmun mátti finna í öllum vöruflokkum í könnuninni og ef verðmunurinn er skoðaður í krónum talið er ljóst að það má spara sér töluverðar upphæðir með því að leita að besta verðinu. Þannig var allt að 431 kr. eða 62% munur á 2l. pakkningu af vanillu Mjúkís frá Kjörís, ódýrastur var hann á 698 kr. í Bónus en dýrastur á 1.129 kr. í Kjörbúðinni. Allt að 800 króna eða 52% munur var á kílóverði af Piknik stráum, hæst var kílóverðið í Hagkaup á 2.349 kr. en lægst í Krónunni, 1.549 kr. Mjög mikill verðmunur var á grænmeti eða allt að 188% á lægsta kílóverðinu af lauk sem var á 75 kr. í Bónus en 216 kr. í Costco. Þá var allt að 401 krónu eða 101% munur kílóverðinu af papriku, lægst var það í Bónus, 398 kr. en hæst í Iceland, 799 krónur. Allt að 87% verðmunur á íslenskum Hornafjarðar kartöflum, lægsta kílóverðið mátti finna í Bónus, 259 kr. en það hæsta í Hagkaup, 485 krónur. Töluverður verðmunur var einnig á brauði en sem dæmi má nefna að 50% verðmunur var á Lífskorni m. tröllahöfrum og chia fræjum, ódýrast var það á 379 kr. í Krónunni en dýrast á 568 kr. í Víði.Um könnunina Í könnuninni var hilluverð á 89 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Granda, Nettó í Mjódd, Krónan Granda, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Breiðholti, Fjarðarkaup, Víði Skeifunni, Costco og Kjörbúðinni Neskaupsstað. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum þann 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á verði páskaeggja milli Krónunnar og Bónus, en í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði milli þessara verslana. Þegar litið er til matvöru sem gjarnan er á borðum landsmanna á páskum þá reyndist mikill verðmunur vera á kjöti milli verslana en allt að 127 prósenta munur var á frosnum kjúklingabringum, 84 prósenta munur á frosnu lambalæri og 52 prósenta munur á fersku lambafille. Mikill verðmunur var einnig á ýmsum öðrum vörum í könnuninni eins og ís, grænmeti, brauði og drykkjarvörum.Verðmerkingum ábótavant Mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju en allt að 57% verðmunur eða 1.240 kr. munur reyndist á Freyju Ríseggi með saltkaramellubragði nr. 9, Freyju Ríseggi nr. 9, Freyju draumaeggi nr. 9 og Freyju draumaeggi með lakkrís nr. 9. Í öllum þessum tilfellum voru páskaeggin ódýrust í Bónus á 2.129 kr. en dýrust í Hagkaup á 3.399 kr. Ódýrustu páskaeggin var oftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var með dýrustu páskaeggin í 19 tilfellum. Í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði eggjanna í Bónus og Krónunni. Verðmerkingum var talsvert ábótavant í Hagkaup en í 8 tilfellum voru páskaegg þar óverðmerkt. Ekkert af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlitið kannaði verð á var fáanlegt í verslun Víðis í Skeifunni og í Costco. Í meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um mikinn verðmun á páskaeggjum milli verslana.Samanburður á verði páskaeggja.Allt að 127% verðmunur á kjöti Mikill verðmunur var á kjöti í könnuninni en 127 % munur var á frosnum kjúklingabringum, lægsta verðið mátti finna í Hagkaupum, 1.189 kr. kg en það hæsta í Víði, 2.698 kr./kg. Þá var mikill verðmunur á fersku lambafille eða allt að 52%. kg. Þrjár verslanir voru með sama og lægsta verðið á lambafille, 4.998 kr. kg. en það voru verslanirnar Kjörbúðin, Nettó og Bónus en hæsta verðið mátti finna í Víði, 6.850 kr./kg. Töluverður verðmunur var einnig á frosnu lambalæri eða allt að 84% sem gera 751 kr., lægst var verðið í Víði, 898 kr./kg en hæst í Hagkaup 1.649 kr./kg.Hægt að spara sér töluverðar upphæðir við innkaup á mat fyrir hátíðarnar Mikinn verðmun mátti finna í öllum vöruflokkum í könnuninni og ef verðmunurinn er skoðaður í krónum talið er ljóst að það má spara sér töluverðar upphæðir með því að leita að besta verðinu. Þannig var allt að 431 kr. eða 62% munur á 2l. pakkningu af vanillu Mjúkís frá Kjörís, ódýrastur var hann á 698 kr. í Bónus en dýrastur á 1.129 kr. í Kjörbúðinni. Allt að 800 króna eða 52% munur var á kílóverði af Piknik stráum, hæst var kílóverðið í Hagkaup á 2.349 kr. en lægst í Krónunni, 1.549 kr. Mjög mikill verðmunur var á grænmeti eða allt að 188% á lægsta kílóverðinu af lauk sem var á 75 kr. í Bónus en 216 kr. í Costco. Þá var allt að 401 krónu eða 101% munur kílóverðinu af papriku, lægst var það í Bónus, 398 kr. en hæst í Iceland, 799 krónur. Allt að 87% verðmunur á íslenskum Hornafjarðar kartöflum, lægsta kílóverðið mátti finna í Bónus, 259 kr. en það hæsta í Hagkaup, 485 krónur. Töluverður verðmunur var einnig á brauði en sem dæmi má nefna að 50% verðmunur var á Lífskorni m. tröllahöfrum og chia fræjum, ódýrast var það á 379 kr. í Krónunni en dýrast á 568 kr. í Víði.Um könnunina Í könnuninni var hilluverð á 89 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Granda, Nettó í Mjódd, Krónan Granda, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Breiðholti, Fjarðarkaup, Víði Skeifunni, Costco og Kjörbúðinni Neskaupsstað. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.
Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur