Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. Vísir/AFp Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan. Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan.
Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00