Ólga á meðal grunnskólakennara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 19:30 Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent