Glitur hafsins kemur í stað sjómannsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 17:27 Í nóvember var efnt til samkeppni um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs. atvinnuvegaráðuneyti Verk Söru Riel, „Glitur hafsins,“ bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en efnt var til samkeppninnar eftir að málað var yfir myndina af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu síðastliðið sumar. Var sú mynd máluð á húsið í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg, rak mjög á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð en bæði sjómenn og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, voru ekki sátt með að málað hefði verið yfir myndina. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fór fram á að málað yrði yfir sjómanninn og í kjölfarið tók hússtjórn hússins ákvörðun um láta gera það. Í nóvember var hins vegar efnt til samkeppninnar um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs.Einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel Í tilkynningu vegna þess verks sem bar sigur úr býtum í samkeppninni segir: „Það var einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafninu „Glitur hafsins“. Nafngiftin kemur reyndar ekki frá höfundi heldur lýsingu höfundar á hugmynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta samofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitthvað nýtt og óráðið. Formið er á hreyfingu, virðist skjótast upp úr jörðinni eða hafinu í átt að himninum, í átt að framtíðinni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefnið. Speglarnir munu grípa ljósið og gefa verkinu tilbreytingu, endurvarpa umhverfinu og skjóta ljósgeislum því sólin skín beint á efri part gaflsins á ákveðnum tíma dags. Ljósgeislarnir vísa beint í glitur hafsins, í glerhjúp Hörpu en einnig vonarneistana sem við leitum að til að halda áfram að þróast og þroskast.“ Í umsögn dómnefndar segir „Verkið hefur þannig eiginleika að vaxa við nánari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veruleg hugrif við rétt skilyrði við leik ljóssins og nánasta umhverfis. Það dansar á milli raunveruleika og ímyndunarafls og gefur þannig áhorfendum tækifæri til að túlka á mismunandi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af einkennum góðra listaverka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi rómantíska skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi.“ Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Berlin- Weissensee á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir myndlist sína og útilistaverk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjölbýlishús við Asparfell í Breiðholti.“Yfirlit yfir allar tillögur í samkeppninni. Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Efna til samkeppni um arftaka sjómannsins 250 þúsund krónur í verðlaun. 17. nóvember 2017 14:48 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Verk Söru Riel, „Glitur hafsins,“ bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en efnt var til samkeppninnar eftir að málað var yfir myndina af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu síðastliðið sumar. Var sú mynd máluð á húsið í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg, rak mjög á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð en bæði sjómenn og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, voru ekki sátt með að málað hefði verið yfir myndina. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fór fram á að málað yrði yfir sjómanninn og í kjölfarið tók hússtjórn hússins ákvörðun um láta gera það. Í nóvember var hins vegar efnt til samkeppninnar um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs.Einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel Í tilkynningu vegna þess verks sem bar sigur úr býtum í samkeppninni segir: „Það var einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafninu „Glitur hafsins“. Nafngiftin kemur reyndar ekki frá höfundi heldur lýsingu höfundar á hugmynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta samofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitthvað nýtt og óráðið. Formið er á hreyfingu, virðist skjótast upp úr jörðinni eða hafinu í átt að himninum, í átt að framtíðinni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefnið. Speglarnir munu grípa ljósið og gefa verkinu tilbreytingu, endurvarpa umhverfinu og skjóta ljósgeislum því sólin skín beint á efri part gaflsins á ákveðnum tíma dags. Ljósgeislarnir vísa beint í glitur hafsins, í glerhjúp Hörpu en einnig vonarneistana sem við leitum að til að halda áfram að þróast og þroskast.“ Í umsögn dómnefndar segir „Verkið hefur þannig eiginleika að vaxa við nánari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veruleg hugrif við rétt skilyrði við leik ljóssins og nánasta umhverfis. Það dansar á milli raunveruleika og ímyndunarafls og gefur þannig áhorfendum tækifæri til að túlka á mismunandi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af einkennum góðra listaverka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi rómantíska skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi.“ Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Berlin- Weissensee á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir myndlist sína og útilistaverk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjölbýlishús við Asparfell í Breiðholti.“Yfirlit yfir allar tillögur í samkeppninni.
Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Efna til samkeppni um arftaka sjómannsins 250 þúsund krónur í verðlaun. 17. nóvember 2017 14:48 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00