Miðnæturkeppni hjá Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Crossfit Games Öll augu crossfit heimsins verða á Íslandi í kvöld en þá kemur í ljós hvernig fimmta æfingaröðin lítur út í opinni keppni heimsleikanna. Íslensku crossfit dæturnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu keppa innbyrðis í kvöld í höfuðstöðvum Crossfit Reykjavík og fer keppnin fram á mjög óvenjulegum tíma eða eftir miðnætti. Tilefni keppni þeirra að þessu sinni er að í kvöld verður æfingaröðin í fimmta hluta opnu keppni heimsleikana í crossfit kynnt á Íslandi. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, er staddur á Íslandi og er það mikill heiður fyrir íslensk crossfit að þetta sé gert hér á landi.This should be fun. #18point5pic.twitter.com/ijT5iY9JWz — CrossFit (@CrossFit) March 21, 2018 Opna mótaröðin er undanfari svæðiskeppninnar þar sem crossfit fólkið mun á endanum vinna sér keppnisrétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Það er öllum frjálst að taka þátt í opna hlutanum og yfir 600 íslenskir karlar og yfir 600 íslenskar konur ákváðu að vera með í ár. Tuttugu efstu frá Evrópu í opna hlutanum komast í svæðiskeppnina þar sem íslenska fólkið verður í norður-Evrópu riðlinum. Það munu fimm efstu konurnar, fimm efstu karlarnir og fimm efstu liðin síðan komast áfram á heimsleikana.#18point5 will be up to you, the @CrossFit community. https://t.co/KvPBVcdW3U — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Búist er við að mörg hundruð þúsund manns muni fylgjast með beinni netútsendingu frá Crossfit Reykjavík í kvöld en áður en kemur að keppni þeirra Anníe Mist, Söru og Katrínar Tönju þá fær crossfit fólk heimsins tækifæri til að velja milli þriggja mögulegra æfingaraða. Tilnefningarnar verða gefnar út klukkan þrjú á Kyrrahafstíma eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tveimur tímum síðar mun Dave Castro síðan segja frá hvernig fimmta æfingaröðin muni líta út og strax í kjölfarið keppa þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í henni.The Dottirs, ahead of tonight’s Icelandic premiere of “The Redeemed and the Dominant” Quote + Caption @SaraSigmundsdot , @IcelandAnnie and @katrintanja Pre-order https://t.co/f4fXIzYRR7pic.twitter.com/LDc2OXawyJ — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Það verður því miðnæturkeppni hjá þeim Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og þetta verður allt í beinni á netinu. Viðburðurinn í Crossfit Reykjavík í kvöld verður sendur út á fésbókinni sem og á heimasíðu heimsleika Crossfit. Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hafa allar náð frábærum árangri í crossfit síðustu ár, Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Sara hefur verið í toppbaráttunni og meðal fjögurra efstu undanfarin þrjú ár. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Öll augu crossfit heimsins verða á Íslandi í kvöld en þá kemur í ljós hvernig fimmta æfingaröðin lítur út í opinni keppni heimsleikanna. Íslensku crossfit dæturnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu keppa innbyrðis í kvöld í höfuðstöðvum Crossfit Reykjavík og fer keppnin fram á mjög óvenjulegum tíma eða eftir miðnætti. Tilefni keppni þeirra að þessu sinni er að í kvöld verður æfingaröðin í fimmta hluta opnu keppni heimsleikana í crossfit kynnt á Íslandi. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, er staddur á Íslandi og er það mikill heiður fyrir íslensk crossfit að þetta sé gert hér á landi.This should be fun. #18point5pic.twitter.com/ijT5iY9JWz — CrossFit (@CrossFit) March 21, 2018 Opna mótaröðin er undanfari svæðiskeppninnar þar sem crossfit fólkið mun á endanum vinna sér keppnisrétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Það er öllum frjálst að taka þátt í opna hlutanum og yfir 600 íslenskir karlar og yfir 600 íslenskar konur ákváðu að vera með í ár. Tuttugu efstu frá Evrópu í opna hlutanum komast í svæðiskeppnina þar sem íslenska fólkið verður í norður-Evrópu riðlinum. Það munu fimm efstu konurnar, fimm efstu karlarnir og fimm efstu liðin síðan komast áfram á heimsleikana.#18point5 will be up to you, the @CrossFit community. https://t.co/KvPBVcdW3U — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Búist er við að mörg hundruð þúsund manns muni fylgjast með beinni netútsendingu frá Crossfit Reykjavík í kvöld en áður en kemur að keppni þeirra Anníe Mist, Söru og Katrínar Tönju þá fær crossfit fólk heimsins tækifæri til að velja milli þriggja mögulegra æfingaraða. Tilnefningarnar verða gefnar út klukkan þrjú á Kyrrahafstíma eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tveimur tímum síðar mun Dave Castro síðan segja frá hvernig fimmta æfingaröðin muni líta út og strax í kjölfarið keppa þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í henni.The Dottirs, ahead of tonight’s Icelandic premiere of “The Redeemed and the Dominant” Quote + Caption @SaraSigmundsdot , @IcelandAnnie and @katrintanja Pre-order https://t.co/f4fXIzYRR7pic.twitter.com/LDc2OXawyJ — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Það verður því miðnæturkeppni hjá þeim Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og þetta verður allt í beinni á netinu. Viðburðurinn í Crossfit Reykjavík í kvöld verður sendur út á fésbókinni sem og á heimasíðu heimsleika Crossfit. Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hafa allar náð frábærum árangri í crossfit síðustu ár, Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Sara hefur verið í toppbaráttunni og meðal fjögurra efstu undanfarin þrjú ár.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira