ISIS felldi tugi í tveimur árásum í Írak og Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Baráttunni gegn ISIS er ekki lokið þótt samtökin hafi misst höfuðvígi "Kalífadæmisins“. Myndin er úr safni. Vísir/AFP Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst nærri allt það landsvæði sem þau sölsuðu undir sig á undanförnum árum eru þau enn fær um að valda gífurlegu tjóni. ISIS-liðar lýstu yfir ábyrgð á tveimur árásum sem gerðar voru í gær. Önnur þeirra var gerð í norðurhluta Íraks og hin í afgönsku höfuðborginni Kabúl. ISIS-liðinn Talha al-Bishawri sprengdi sig í loft upp í Kabúl þar sem sjíamúslimar voru að fagna nowruz, íranska nýárinu. Íslamska ríkið, sem og önnur hryðjuverkasamtök, telja að íranska nýárið stangist á við íslam. Í ábyrgðaryfirlýsingu samtakanna segir að um hundrað hafi farist en afganskir miðlar segja að 26 hafi fallið hið minnsta. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina harðlega í gær. Sagði hana glæp gegn mannkyninu. „Forsetinn hefur skipað viðeigandi aðilum að gera allt sem hægt er til að græða sár þeirra særðu og vottar aðstandendum fórnarlamba samúð sína,“ sagði í yfirlýsingu. Samtökin réðust einnig á sjíamúslima í Írak, nánar tiltekið á veginum á milli Bagdad og Kirkuk í norðurhluta landsins. ISIS-miðillinn Amaq greindi frá því að skotið hafi verið á fórnarlömbin með sjálfvirkum rifflum á meðan þau voru um borð í rútu sinni og dóu 35 eða særðust í árásinni. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst nærri allt það landsvæði sem þau sölsuðu undir sig á undanförnum árum eru þau enn fær um að valda gífurlegu tjóni. ISIS-liðar lýstu yfir ábyrgð á tveimur árásum sem gerðar voru í gær. Önnur þeirra var gerð í norðurhluta Íraks og hin í afgönsku höfuðborginni Kabúl. ISIS-liðinn Talha al-Bishawri sprengdi sig í loft upp í Kabúl þar sem sjíamúslimar voru að fagna nowruz, íranska nýárinu. Íslamska ríkið, sem og önnur hryðjuverkasamtök, telja að íranska nýárið stangist á við íslam. Í ábyrgðaryfirlýsingu samtakanna segir að um hundrað hafi farist en afganskir miðlar segja að 26 hafi fallið hið minnsta. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina harðlega í gær. Sagði hana glæp gegn mannkyninu. „Forsetinn hefur skipað viðeigandi aðilum að gera allt sem hægt er til að græða sár þeirra særðu og vottar aðstandendum fórnarlamba samúð sína,“ sagði í yfirlýsingu. Samtökin réðust einnig á sjíamúslima í Írak, nánar tiltekið á veginum á milli Bagdad og Kirkuk í norðurhluta landsins. ISIS-miðillinn Amaq greindi frá því að skotið hafi verið á fórnarlömbin með sjálfvirkum rifflum á meðan þau voru um borð í rútu sinni og dóu 35 eða særðust í árásinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00