Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir Vísir/PJETUR Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00