Viðskipti innlent

Bein útsending: Ferðaþjónustudagurinn í Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Hörpu í dag.
Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Hörpu í dag. VÍSIR/VILHELM
Ferðaþjónustudagurinn 2018 fer fram í Hörpu í dag og stendur frá klukkan 14 til 16. Ráðherra ferðamála, umhverfismála og samgöngumála flytja ávörp auk þess sem formaður KSÍ tekur til máls auk fleiri. Yfirskrift dagsins er Fótspor ferðaþjónustunnar 

Það eru Samtök ferðaþjónustunnar sem standa að deginum en Bjarnheiður Hallsdóttir var kjörin nýr formaður SAF í hádeginu í dag með minnsta mun eftir baráttu við Þóri Garðarsson sem einnig gaf kost á sér.

Sýnt verður frá Ferðaþjónustudeginum í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrána má sjá hér að neðan.

Dagskrá



Ávörp

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 2014 – 2018

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

Erindi

Efnahagsleg fótspor ferðamanna – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins

Sjálfbær ferðaþjónusta – leiðin til framtíðar – Snjólaug Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Andrýmis ráðgjafar

Fólkið og ferðaþjónustan – Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu



Fótspor ferðaþjónustunnar – spjallborð          

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Lokaorð

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands

Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlamaður, sem jafnframt stýrir umræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×