Erlent

Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump

Kjartan Kjartansson skrifar
Ástarævintýri McDougal og Trump á að hafa átt sér stað árið 2006, eins og samband hans við Stormy Daniels.
Ástarævintýri McDougal og Trump á að hafa átt sér stað árið 2006, eins og samband hans við Stormy Daniels. Vísir/Getty
Kona sem staðhæfir að hún hafi átt vingott við Donald Trump Bandaríkjaforseta höfðaði mál í dag til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gekkst undir árið 2016. Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan er önnur konan sem höfðar mál af þessum sökum í þessum mánuði.

New York Times segir að stefna Karenar McDougal beinist að útgáfufyrirtæki slúðurblaðsins National Enquirer. Það hafi greitt henni 150.000 dollara til að þegja um samband hennar við Trump. David Pecker, forstjóri útgáfufyrirtækisins, er vinur Trump sem hefur keypt einkarétt á fréttum af honum og öðrum vinum sínum til þess eins að grafa þær.

McDougal fullyrðir að Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, hafi komið að samingaræðunum við American Media Inc. Hún sakar fyrirtækið og lögmann hennar um að hafa blekkja hana um efni samkomulagsins.

Áður hafði klámmyndaleikonan Stephanie Clifford, sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifað undir árið 2016, árið sem Trump var kjörinn forseti.

Trump hefur á móti krafið Clifford um tuttugu milljónir dollara fyrir samningsrof.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×